PlayStation®4

Besti staðurinn til að spila á

PlayStation®4 er besta leikjatölvan sem völ er á og býður upp á öfluga og tengda spilun, kraftmikla grafík og mikinn hraða, tölvan lagar sig að þínum persónulegu þörfum, hefur innbyggða tengingu við samfélagsmiðla ásamt þeim möguleika að nota Vita tölvuna sem aukaskjá. PS4™ setur tölvuleikjaspilararnn í fyrsta sæti með einstöku efni og spilun sem hreinlega hrífur tölvuleikjaáhugamanninn með.

 
 

Einstakir leikir

Meira en 180 leikir eru í þróun fyrir PS4, meira en á nokkurri annarri leikjatölvu.

 
 

Sýningaklefinn

Skoða fleiri myndbönd og sýnishorn

 
 

Áherslan á leikmanninn

Innblásin af leikjahönnuðum

Í PS4 leikjatölvunni er áherslan á leikmanninn og tryggir það þér bestu leikina og mögnuðustu upplifunina sem völ er á. PS4 leikjatölvan er þróuð af bestu leikjahönnuðum heims í umhverfi sem gerir þeim kleift að virkja sköpunargáfuna út í ystu æsar með því að reyna sífellt á mörk leiksins í kerfi sem er sniðið sérstaklega að þörfum þeirra. PS4 leikjatölvan er knúin af kraftmiklum örgjörva sem innihledur 8 x86-64 kjarna og einstakan 1.84 TFLOPS grafíkörgjörva sem inniheldur 8GB af minni, en þetta auðveldar gerð leikja og eykur möguleika leikjahönnuða að búa til flottari leiki. Niðurstaðan eru nýir leikir með flottri hágæðagrafík og þeirri upplifun að leikurinn sé alltumlykjandi.

 

Nýr DUALSHOCK®4

Þráðlaus stýripinni

DUALSHOCK®4 stýripinninn felur í sér nýjungar sem staðsetja spilarann rækilega inni í leiknum. Meðal annars hefur hún að geyma mjög næman six-axis skynjara ásamt snertiborði ofan á stýripinnanum sem býður upp á alveg nýjar leiðir til spilunar. Nýi "Deila" hnappurinn gerir spilurum kleift að deila myndböndum, streyma og deila með einum smelli.

 
 

Leikjareynslu deilt

Spilað saman

Taktu þátt í endalausum áskorunum frá vinum þínum og deildu stórbrotnum sigrum með því að þrýsta á hnapp. Þú þarft einfaldlega að smella á "Deildu" hnappinn á stýripinnanum, skanna síðustu mínútur leiksins, tagga þær og snúa þér aftur að leiknum - en myndbandið hleðst upp á meðan þú spilar. PS4 leikjatölvan býður upp á að margir horfi í einu með því að gera þér kleift að senda út leikinn í rauntíma.

VIEW ALL FEATURES
 
 

Leikirnir þínir

Engar hömlur

Í PlayStation®4 eru engar hömlur á því hversu oft leik á diski er deilt, svo þú getur einfaldlega lánað vini þínum leikinn til að prófa heima eins lengi og þú vilt.

 
MORE FROM YOUTUBE

PlayStation á YouTube

Horfa á fleiri myndbönd

Sjáðu nýjustu PS4 myndböndin - þar á meðal sýnishorn úr leikjum, sjónvarpsauglýsingar, viðtöl og það sem gerist á bak við tjöldin - á opinberri PlayStation rás á Youtube.